Skipting sameiginlegs kostnaðar í fjöleignarhúsum
Samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús er meginreglan sú að allur sameiginlegur kostnaður í fjöleignarhúsum skiptist á milli eigendur eftir hlutfallstölum eignarhluta.
Frá þeirri meginreglu eru tvær undantekningar. Annars vegar skal tilteknum kostnaði skipt að jöfnu og hins vegar skal hvaða kostnaði sem er skipt í samræmi við not eigenda, ef unnt er að mæla óyggjandi not hvers og eins. A. Dæmi um kostnað sem skiptist eftir hlutfallstölum eignarhluta:
· Gerð eignaskiptayfirlýsingar
· Drenlögn
· Gangstétt
· Göngustígar
· Girðing
· Leiktæki fyrir börn
· Húseigendatrygging
· Frárennslislagnir
· Stofnkostnaður lyftu
· Málning utanhúss
· Málning innanhúss (að þvottahúsi undanskildu)
· Teppi á stigagang
· Rafmagnstafla
· Útitröppur
· Utanhússviðgerðir
· Múrviðgerðir
· Sprunguviðgerðir
· Klæðning
· Þakviðgerðir
· Gaflviðgerðir
· Ytra byrði glugga
B. Dæmi um kostnað sem skiptist jafnt
· Kostnaður við gerð, viðhald og rekstur sameiginlegra óskiptra bílastæða, svo og slíkur kostnaður við sameiginlegar aðkeyrslur, t.d. jarðvegsvinnna, malbikun, málun á línum og snjómokstur á bílastæðum.
· Viðhalds- og rekstrarkostnaður sameiginlegs þvottahúss, þar með talið kaupverð og viðhald sameiginlegra tækja t.d. kaup á þvottavél og málun á þvottahúsi (málun t.d. á stigagangi, hjólageymslu og sorpgeymslu skiptist eftir hlutfallstölu)
· Viðhalds- og rekstrarkostnaður lyftu (stofnkostnaður skiptist eftir hlutfallstölu)
· Kaupverð og viðhald dyrasíma, sjónvarps- og útvarpskerfa, loftneta, póstkassa, nafnskilta og annars búnaðar sem eigendur hafa jöfn afnot og gagn af með líkum hætti.
· Allur sameiginlegur rekstrarkostnaður, svo sem rafmagn, hiti og vatn í sameign og umhirða sameiginlegs húsrýmis og lóðar t.d. ræsting á sameign, teppahreinsun, gluggahreinsun, sóttheinsun sorpgeymslu, trjáklippingar og garðsláttur.
· Kostnaður við hússtjórn og endurskoðun.
· Sameiginleg afnotagjöld og félagsgjöld.
C. Dæmi um skiptingu í samræmi við not Kostnaði, hver sem hann er, skal skipt í samræmi við not eigenda ef unnt er að mæla óyggjandi not hvers og eins. Þannig þurfa notin að vera nákvæmlega mæld. Þessi regla kemur einungis til álita í algerum undantekningartilvikum. Sem dæmi um þetta má nefna það fyrirkomulag sem sums staðar tíðkast að þeir sem nota þvottavélar skrái niður stöðu á rafmagnsmæli vélarinnar við hvern þvott. Á grundvelli þessarar mælingar greiða menn síðan fyrir það rafmagn sem þeir nota, þ.e. í samræmi við fjölda kílówattstunda.