Sýnishorn aðalfundarboðs
AÐALFUNDARBOÐ
Hér með er boðað til aðalfundar í húsfélaginu Fasteignamálsgötu 100 í Reykjavík.
Fundarstaður: Í bílageymslu Fasteignamálsgötu 100
Fundartími: Miðvikudagurinn 30. mars 2022 kl. 20:00
Fundarefni:
Setning fundar og val á fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
Framlagning ársreikninga til umræðu og samþykktar.
Kosning formanns.
Kosning annarra stjórnarmanna.
Kosning varamanna.
Kosning endurskoðanda (skoðunarmanns) og varamanns hans.
Framlagning rekstrar-og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.
Umræða og ákvörðunartaka um að fara í þakviðgerðir. Tilboð lögð fram og atkvæði greidd um þau.
Ákvörðun hússjóðsgjalda.
Önnur mál.
Fundargerð lesin og leiðrétt.
Fundi slitið.
Fundarboð þetta er sett í póstkassa, hengt upp í sameign og sent eigendum í tölvupósti.
Reykjavík, 18. mars 2022
f.h. stjórnar
_________________________________
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir form.
Comments